Beint í efni
En

KEA smáskyr í skvísum

Nýja smáskyrið fæst í þremur bragðtegundum: vanillu, jarðarberja og banana. Hvert smáskyr er 90 g og er því tilvalið nesti í skóla og vinnu og þá hentar það einstaklega vel fyrir fólk sem er að ferðast þar sem það má taka þetta magn með sér í flugvél. Nýja skyrið er líkt og aðrar KEA skyr bragðteg­und­ir prótein­ríkt, laktósalaust og ein­stak­lega bragðgott.

Þetta gamla góða

Sígilda og sívinsæla bragðið sem allir þekkja og allir elska, bæði eitt og sér eða í bland við ávexti og fleira í hollri hræru. Þetta gamla góða kemur í þremur bragðtegundum, hreint, vanillu og bláber og jarðarber. Skyrið inniheldur 21-24 g prótein.

Kolvetnaskert

Spennandi bragðtegundir fyrir alla sem vilja minna af kolvetnum án þess að gefa neinn afslátt af góðu bragði. Kolvetnaskert KEA skyr kemur í fjórum bragðtegundum, salt karamellu, vanillu, kaffi/vanillu og jarðarber/banana.

Ávextir í botninum

Tvö lög - og bæði góð. Hreint og ljúffengt skyr með bragðgóðum ávöxtum í botninum. Fyrir þau sem vilja hræra aðeins upp í þessu. Skyr með ávöxtum í botni kemur í tveimur bragðtegundum, mangó og jarðarber í botni. Hvert skyr inniheldur 18 g prótein.

Tengdar vörur